Djasspíanóleikarinn, Sunna Gunnlaugs á Berjadögum! Lokakvöldið á laugardegi í fyrsta sinn.

Djasspíanóleikarinn, Sunna Gunnlaugs á Berjadögum! Lokakvöldið á laugardegi í fyrsta sinn. Tónlistarhátíðin Berjadagar í Ólafsfirði sem fagnaði 15 ára

Fréttir

Djasspíanóleikarinn, Sunna Gunnlaugs á Berjadögum! Lokakvöldið á laugardegi í fyrsta sinn.

Berjadagar byrja á fimmtudegi!
Berjadagar byrja á fimmtudegi!
Tónlistarhátíðin Berjadagar í Ólafsfirði sem fagnaði 15 ára afmæli í fyrra hefst á fimmtudegi að þessu sinni.
 
Lokakvöld hátíðarinnar þar sem stórvinur Berjadagar, leikarinn Guðmundur Ólafsson skemmtir gestum verður því að þessu sinni á laugardagskvöldi í Tjarnarborg en ekki á sunnudegi eins og verið hefur.
 
Hallveig Rúnarsdóttir, sópran opnar Berjadagar fimmtudagskvöldið 13. ágúst kl. 20:00. Hún er handhafi íslensku tónlistarverðlaunanna í ár sem besta söngkona ársins.
 
Yfirskrift hátíðarinnar er að þessu sinni: ,,..Af kabarett og spuna" því einn af hápunktum hátíðarinnar verður djasspíanóleikur Sunnu Gunnlaugs og tríós hennar í Ólafsfjarðarkirkju föstudagskvöldið 15. ágúst kl. 20:00.
 
Sunna er heimsþekkt og hefur verið líkt við Björk djassins á Íslandi.
 
Sunna mun einnig hitta ungt fólk í Fjallabyggð og miðla af kunnáttu sinni á námskeiði fyrir börn og unglinga á aldursbilinu 10-17 ára.
 
Frekari upplýsingar á heimasíðu
hátíðarinnarwww.berjadagar-artfest.com. Listrænn stjórnandi Berjadaga, Ólöf Sigursveinsdóttir, hvetur góðvini Berjadaga til að haka við vinsemdartakka hátíðarinnar á Fésbókinniwww.facebook.com/berjadagar sem allrafyrst.
 
Fréttavinnsla:
NB 

Athugasemdir

21.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst