Heimsfrægir fjöllistamenn í Alþýðuhúsinu

Heimsfrægir fjöllistamenn í Alþýðuhúsinu Ferðatöskur, hattar, boltar, keilur, hringir og ýmislegt fleira flaug um loftið í Alþýðuhúsinu síðastliðinn

Fréttir

Heimsfrægir fjöllistamenn í Alþýðuhúsinu

Boltalistir í Alþýðuhúsinu
Boltalistir í Alþýðuhúsinu

Ferðatöskur, hattar, boltar, keilur, hringir og ýmislegt fleira flaug um loftið í Alþýðuhúsinu síðastliðinn sunnudag.
Þarna voru á ferðinni heimsfrægir fjöllistamenn sem venjulega sýna listir sínar í stórum leikhúsum og flottum uppsetningum í Las Vegas svo eitthvað sé nefnt.

Náði tali af Jay sem er í forsvari fyrir þessum hóp,  Jay hefur komið um 20 sinnum til Íslands og hann er mjög hrifin af land og þjóð.
Það er nú orðin hefð að hann lokkar með sér hina og þessa vini sína sem vinna út um allan heim.  
Hver á sínu sérsviði með bolta, hringi, jójó kúnstir og fleira sem krefst mikillar einbeitni og þúsundir af klukkutímum í þjálfun til að ná langt í þessari listgrein.

Jay sýnir hringjakúnstir.

Jeff og vinir hans njóta þess og hafa mikið gaman af að ferðast um landið og halda sýningar á litlum stöðum, vera nálægt áhorfendum og sjá undrunarsvipinn á börnum á öllum aldri þegar boltar, keilur og fleira svífa í loftinu á einhvern óútskýranlega hátt.  

Umgjörð þessarar sýningar var alveg frábær með lifandi áhorfendur að framanverðu og hina "lifandi" tréskúlptúra hennar Aðalheiðar Eysteinsdóttur í bakgrunninum. Eins og venjulega var ókeypis aðgangur en fólki boðið að leggja fram frjáls framlög að sýninu lokinni.
Aðalheiður á skilið mikið þakklæti fyrir framlag sitt til menningar og listalífs Fjallabyggðar. 

Nóg sagt, myndirnar segja allt.

Keilur fljúga út um allt 

Hattur á nefi

Áhorfendur dáleiddir

Hringir á enni

Glaður sýningargestur með bolta og eitthvað snú-snú á fingrunum

Jay og hringjamunstur

Hörður var spurður hvort hann kannaðist við söguna um William Tell, en sem betur fer hafði hann aldrei heyrt um eplið á hausnum og bogann góða. Hann var alveg óhræddur þegar Jójó listamaðurinn setti rauðan pókerpening á eyrað á honum og skaut það síðan niður með eldsnöggu jójó skoti. 

Alla Sigga fékk blöðru af því að hún var svo stillt og góð alla sýninguna

Texti: Nonni Björgvins
Myndir: Jón Björgvinsson og Kristín Sigurjónsdóttir
 


Athugasemdir

23.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst