STAÐFESTING (grounded), 2015.
Laugardaginn 1. ágúst kl. 14.00 - 17.00 opnar Svava Þórdís Baldvinsdóttir Júlíusson sína fyrstu einkasýningu á Íslandi, í Kompunni, Alþýðuhúsinu á Siglufirði.
Svava Þórdís Baldvinsdóttir Júlíusson, fæddist á Siglufirði 1966, en árið 1976 flytur hún til Kanada með fjölskyldu sinni. Hún er nú búsett í Ontario Canada þar sem hún er starfandi listamaður. Svava byrjaði listnám sitt 1993 og lauk Bachelor of Fine Arts í NSCAD University 1997 og lauk svo MFA í York University í Toronto 2007.
Svava íhugar spennu sem á sér stað þegar tækifæri mæta möguleikum, í gegnum nýtingu á hversdagslegum hlutum og efnum sem eru notuð til iðnaðar.
Rannsóknir hennar markast af innsæi, og þróast með vísan til teiknaðrar línu í rými og óhlutbundins efnis að lögun eða lit. Að festa eitt við annað þar til kunnuglegt form myndast eða rekast á hugmyndir um landslag, rými og líkamlegar athafnir.
‘I nýlegum verkum er lögð áhersla á umbreytingu og tilfærslu ljóss, lita og speglunar.
Upplýsingar um sýningarferil og myndir af verkum eftir Svövu má finna hér:
Kompan er opin daglega kl. 14.00 - 17.00 þegar skilti er úti. Upplýsingar hjá Aðalheiði í síma 865-5091
Menningarráð Eyþings, Fiskbúð Siglufjarðar og Fjallabyggð styðja við menningarstarf í Alþýðuhúsinu.
Athugasemdir