Myndasyrpa: BARNALISTASMIÐJA

Myndasyrpa: BARNALISTASMIÐJA Á föstudaginn var opnuð listasmiðja fyrir börn í Alþýðuhúsinu og tók Aðalheiður Eysteinsdóttir á móti um 90 manns í þremur

Fréttir

Myndasyrpa: BARNALISTASMIÐJA

Sköpunargleði réði ríkjum í Alþýðuhúsinu
Sköpunargleði réði ríkjum í Alþýðuhúsinu

Á föstudaginn var opnuð listasmiðja fyrir börn í Alþýðuhúsinu og tók Aðalheiður Eysteinsdóttir á móti um 90 manns í þremur hollum á milli kl: 13 - 16.

Þegar fréttaritari kom í þriðja hollið var mikið fjör í húsinu.

Hamrað, skrúfað, límt og sagað í öllum skúmaskotum sem hægt var í húsinu.

Börnin voru stoltir listamenn og sýnu verk sín ófeiminn og svo virtist vera að margir foreldrar gleymdu sér alveg og urðu listskapandi börn sjálf.

Þessi listastelpa rétt leit upp við myndartökuna þetta er svo gaman sagði hún.

Allir með að smíða

Allskonar kubbar og spýtur virtust vera til á endalausum lager hjá Aðalheiði.


Pabbi má saga, því sögin er svo stór.

Aðalheiður listakona gekk á milli gesta með blóm í hárinu og með sína frægu listasvuntu og aðstoðaði og gaf góð ráð.

Hamrað á fullu, pabbi fylgist með og Amma Fríða situr í bakgrunninum og syngur og spilar á harmonikkuna.

Þessar ungu listakonur voru með sýningu fyrir sunnan hús.

Stoltir feðgar á leið heim með listaverkinn sín.

Myndir og texti:
Jón Ólafur Björgvinsson
Fréttasími: 842 - 0089 


Athugasemdir

23.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst