Textílfélagið 40 ára! Sýning í Bláa húsinu í júlí

Textílfélagið 40 ára! Sýning í Bláa húsinu í júlí Textílfélagið fagnar 40 ára afmæli sínu með sýningum víða um landið. Í dag eru félagskonur 75

Fréttir

Textílfélagið 40 ára! Sýning í Bláa húsinu í júlí

Svefnpillan er púði til að halla höfði sínu að
Svefnpillan er púði til að halla höfði sínu að

Textílfélagið fagnar 40 ára afmæli sínu með sýningum víða um landið.

Í dag eru félagskonur 75 talsins, 21 af þeim eru nú með verk sín á sýningu í Blá húsinu. (Gallerí Rauðka)

Sýningin er opin alla daga í júlí. Kl: 14.00-18.00

Á myndinni hér í upphafi fréttar er verkið "Svefnpillan" eftir Bjargey Ingólfsdóttur og þar við hlið sést verk Ragnheiðar Þórisdóttur. "Aftur til fortíðar"

"Svefnpillan er mjúkur púði til að halla höfði sínu að. Á hann er letrað  brot úr svefnbæn eftir Ólínu Sigvaldadóttur (1897-1983) frá Ólafsfirði"

Mjög falleg bæn:

Engill friðar að mér gáðu
ofurlítinn svefn mér ljáðu
sælir eru þeir sem þáðu
þreyttir hvíld um næturstund.
Sár er raunin svona að vakna
sorg og angur hjarta að þjaka
viltu gleymska við mér taka
veita aðeins lítinn blund. 

(úr sýningarskrá) 

"frétta" heitir þetta verk sem er spunnið úr gömlum dagblöðum. Höfundur: Olga Bergljót Þorleifsdóttir

Sýningar vörður dagsins og Lára Stefánsdóttir skólameistari MTR að ræða eitt verkana. Takið eftir, báðar eru með vasaljós. "Mjög léleg lýsing hér í stórum hluta þessa annars svo fína sýningarsal"
Það þekkjum við bæði ég og Lára af eigin reynslu. "Finnur verður að laga þetta!" vorum við sammála um.

"Í hnapp" Skemmtilegt verk eftir Hrafnhildi Sigurðardóttur. (ef tölur gætu talað.....)

Myndir og texti:
NB 


Athugasemdir

22.desember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst