Kaffi Rauðka
sksiglo.is | Matsölustaðir | 02.07.2013 | 11:00 | Stefna ehf | Lestrar 583 | Athugasemdir ( )
Kaffihús Rauðku býður skemmtilegan matseðil sem höfðar til allra. Salöt, panini, kökur, smurbrauð og fjölbreytt úrval drykkja sem
hægt er njóta innan dyra sem utan í nálægð við smábátahöfnina.
Kaffi Rauðku má skipta í þrjár einingar. Kaffihúsið og barinn sem staðsett er í suðurenda hússins. Útsýnið
frá Kaffi Rauðku er vægast sagt stórkostlegt en þaðan gefast gestum kostur á að njóta útsýni yfir smábátahöfnina
og leiksvæði Rauðku þar sem börn og fullorðnir leika sér í minigolfi og spila strandblak. Þar geta þyrstir, hungraðir og skemmtanaglaðir
vegfarendur gætt sér á svalandi öli, rjúkandi heitu kaffi og gómsætum réttum. Á barnum er síðan lifandi tónlist með
skemmtilegri trúbadorstemmningu sem allir geta notið samkvæmt auglýstri dagskrá.
Í norðurhluta Rauðku er veislusalur með sæti fyrir um 90-130 matargesti. Þar er reiddur fram hágæða matur að hætti Hannesar Boy.
Á efri hæð norðurendans er minni aðskilinn salur sem hægt er að nota til fundarhalds, lítilla veisla, eða jafnvel sem framlenging á stóra
salnum niðri.
Í salarkynnum neðri hæðarinnar er skemmtanahald í hávegum haft og mikið lagt uppúr sérstæðri upplifun fyrir alla aldurshópa
með skemmtilegri og lifandi tónlist og öðrum uppákomum. Í salnum er fullkomið tónleikakerfi fyrir hljómsveitir og er hann einstaklega vel fallinn
til tónleikahalds.
Kaffi Rauðka er staðsett að Gránugötu 19
Sími: 461-7731
Netfang: eldhus(at)raudka.is
Heimasíðu Kaffi Rauðku má nálgast hér
Athugasemdir