Á BÆJARLÍNUNNI!

Á BÆJARLÍNUNNI! AFHVERJU ERU ALLIR Í FJALLABYGGÐ SVONA INNILEGA SAMMÁLA UM AÐ VERA ÓSAMMÁLA? Hér áður fyrr var bara ein símalína í bænum, allir gátu

Fréttir

Á BÆJARLÍNUNNI!

Friðardúfa á Bæjarlínunni!
Friðardúfa á Bæjarlínunni!

AFHVERJU ERU ALLIR Í FJALLABYGGÐ SVONA INNILEGA SAMMÁLA UM AÐ VERA ÓSAMMÁLA?

Hér áður fyrr var bara ein símalína í bænum, allir gátu legið á hleri og fengið féttir meðal annars.

Þetta var kallað að liggja á Bæjarlínunni.

Siglo.is er bæjarlínan í dag. Ekkert er of lítið eða of stórt til að birta þar.
Ég geng um fjörðinn minn fagra með myndavél á maganum og fólk kemur til mín með hugmyndir að fréttum og tippsar um skemmtilegheit sem eru í gangi.

En líka um hluti sem þeim mislíkar og eru leiðir og reiðir yfir.



Hver á þetta gat í gangstéttinni? Eftir miklar rannsóknir hef ég komist að því að Helgi Magg á þetta stórhættulega gat og hann er búinn að loka því núna.

Eftir að bæjarlínunni var lokað og allir fengu eigið símanúmer, varð skyndilegur brestur á fréttum í bænum. Þá stofnuðu nokkrar eldri konur bæjarins tvær fréttastofur.

Rauthers og Tass voru þær kallaðar.

Konurnar bjuggu á vel útvöldum stöðum í bænum, t.d. götuhornum eða hátt uppi í brekku með gott útsýni yfir bæinn. Aðalskrifstofur beggja fréttastofanna var við bandið í Sigló síld.

Þessi fréttamennska fyllti upp í þessa skrítnu mannlegu þörf sem við öll höfum.
Þ.e.a.s. finna eitthvað til að "fussa og sveigja" yfir, finna að fari annarra og finna að maður sjálfur sé kannski pínu betri. Facebook er fullt af svona fréttum og kommentum.

Í lýðræðisþjóðfélagi hafa allir rétt á að hafa skoðanir, en stundum finnst mér við gleyma að við höfum líka skyldu til að taka þátt í því samfélagi sem við lifum í og skyldu til að koma með hugmyndir og tillögur sem breyta og bæta okkar umhverfi og líf. 

það er eitthvað svo auðvelt við það að bara nöldra og finna að!

Við þurfum að spyrja okkur sjálf: Hvernig sköpum við gott mannlíf í okkar fallega firði/fjörðum? Jú, við þurfum að tala saman og komast að einhverri niðurstöðu sem við erum sammála um.

Fjörðurinn í hyllingum næturinnar.....(sumar 2013)

Sameining bæjarfélagana hefur að mestu leiti gengið vel vegna þess að við erum miklu meira lík hvert öðru en ólík.

En eins og í öllum mannlegum samskiptum koma upp réttlætis spurningar eins og: Ef þú færð eitthvað á þá ekki ég líka að fá eitthvað?

"Mamma mig vantar nýja markmannshanska", sagði ég 12 ára gamall við elskulega móður mína. Bróðir minn árinu yngri heyri þetta og segir strax: "Mig líka!" " En Þú er æfir ekki markvörslu segi ég reiður." Mamma keypti hanska handa honum líka, sem hann aldrei notaði.

Svona getur réttlætið verið óraunsætt og lifað eigin lífi þegar ekki er sagt: STOP! "Eigum við ekki að ræða þetta aðeins?"

Margt eru menn þó sammála um, eins og skólamál og fl. En þegar ég skrifaði stutta frétt um ástandið á Hólssvæðinu komu upp margar spurningar þar sem greinilegt er að hér kemur maður við viðkvæmar taugar hjá bæjarbúum. 

"Siglo.is fékk mörg komment á þessa frétt, en margir hafa kvartað yfir að þeirra innlegg hafi verið blokkerað eða ekki verið birt. Við biðjumst afsökunar á þessu, en það er einhver bilun í kerfinu og við eru að vinna í þessu." 

Þarna komu upp spurningar eins og:
Á bara að æfa og spila fótbolta inni á Ólafsfirði?
Verður Pæjumótið á Sigló eða? 
Verðum við að hafa tvö skíðasvæði?
Tvær sundlaugar? o.s.f.v

Allar breytingar eru erfiðar, sérstaklega þegar ekki eru færð rök fyrir þeim.
Sumt er hefð, annað hefur verið byggt upp með margra ára sjálfboða vinnu, þetta eru viðkvæm mál. 


Hver á Hólshyrnuna?

Það er augljóst að það ríkir einhverskonar stefnuleysi og óreiða í þessum málum, eins og að þetta hafi ekkert verið rætt. 

Eins og ég sagði hér fyrir ofan um réttlætið og raunsæi er það ljóst að þessi málefni skipta íbúa Fjallabyggðar miklu máli, þó svo að að mörg af þessum málum séu ekki beinlínis í höndum bæjarstórnar, meira í höndunum á stjórnum íþróttafélagana.

En bærinn styrkir þessa starfsemi og hlýtur að hafa einhverskonar stefnumörkun í íþrótta og félagsmálum bæjarbúa, Eða hvað?

Bæjarfélag með metnað, sem vill lokka til sín ungt og mentað fólk, verður að hafa klára stefnu í þessum málum, þetta fólk sem og allir bæjarbúar vilja hafa þjónustu fyrir börnin sín sem besta. Samt að jafnræðis sé gætt þegar kemur að kvenna sem og karla áhugamálum.
Það á líka að vera gott og ríkt félagslíf fyrir eldriborga bæjarins.

Þurfum við nokkuð að vera að rífast um tvennt af öllu, það er t.d hvorki umhverfisvænt eða raunsætt að keyra börnum yfir 30 km fram og til baka til þess eins að fara í sund eða spila fótbolta.

Í staðin fyrir að segja "Annað hvort eða ekki" þá hljótum við að geta safnað saman öllum aðilum sem vinna að velferð og vellíðan borgara Fjallabyggðar og segja við þá:

"Kondu með óskalista og rök fyrir því hvað ykkur vantar í ykkar geira og við munum ekki segja NEI við neinu, heldur reyna að gera raunsæjan framkvæmda lista þar sem sumt verður að bíða aðeins lengur en annað, enn allt verður með tímanum gert.

Ég trúi því að Fjallabyggð getur orðið sumar og vetrarparadís fyrir bæjarbúa sem og ferðamenn, ef við bara vinnum saman og sköpum hluti sem byggja upp gott líf fyrir okkur bæjarbúa fyrst og fremst og hinir mega svo bara koma og vera með og njóta.

Við verðum að læra að gleðjast yfir framförum í báðum fjörðunum, dáðst að fólki sem er duglegt og segja flott hjá þér/ykkur og sjá að allt þetta gagnast okkur öllum.

"Af hverju er hann, sumardrengurinn frá Sverige að skipta sér af og hafa skoðanir á þessum málum." Gæti einhver verið að hugsa.

Jú, vegna þess að þetta skiptir mig máli, hér er ég fæddur og uppalin og ég vil flytja heim!

Myndir og texti:
NB


Athugasemdir

21.desember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst