Þjóðlagahátíð á Sigló 2017 5 - 9 júlí DAGSKRÁ

Þjóðlagahátíð á Sigló 2017 5 - 9 júlí DAGSKRÁ Árlega er haldin tónlistarhátíð á Siglufirði sem hefur það að markmiði að kynna þjóðlagaarf ólíkra þjóða og

Fréttir

Þjóðlagahátíð á Sigló 2017 5 - 9 júlí DAGSKRÁ

Þjóðlagahátíð 2017
Þjóðlagahátíð 2017

Árlega er haldin tónlistarhátíð á Siglufirði sem hefur það að markmiði að kynna þjóðlagaarf ólíkra þjóða og þjóðarbrota. Á hátíðinni hefur tónlist fjölmargra þjóða verið kynnt auk þess sem íslensk þjóðlög sitja ætíð í öndvegi.

Sjá alla dagskrá hér: https://siglofestival.com/dagskra/

FORSAGA ÞJÓÐLAGAHÁTÍÐAR Á SIGLUFIRÐI

Þjóðlagahátíð á Siglufirði var fyrst haldin sumarið 2000 fyrir tilstuðlan Félags um Þjóðlagasetur sr. Bjarna Þorsteinssonar á Siglufirði, Reykjavíkur, menningarborgar Evrópu árið 2000 og Siglufjarðarkaupstaðar. Hátíðin er skipulögð í nafni Félags um Þjóðlagasetur sr. Bjarna Þorsteinssonar, en samstarfsaðilar á Siglufirði eru Síldarminjasafnið og Siglufjarðarkirkja.

MARKMIÐ ÞJÓÐLAGAHÁTÍÐAR Á SIGLUFIRÐI

  • að hvetja til varðveislu íslenskra þjóðlaga
  • að stuðla að nýsköpun íslenskrar tónlistar
  • að stefna saman listamönnum úr ólíkum áttum
  • að varpa ljósi á menningararf Íslendinga og annarra þjóða
  • að höfða til allrar fjölskyldunnar, barna, unglinga og fullorðinna
  • að virkja heimamenn til samvinnu við innlenda og erlenda listamenn
  • að halda nafni þjóðlagasafnarans sr. Bjarna Þorsteinssonar á lofti
  • að verða einn hornsteina í starfsemi þjóðlagaseturs á Siglufirði

Athugasemdir

21.desember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst