MYNDASYRPA: Þjóðlagahátíðar stemming út um allan bæ

MYNDASYRPA: Þjóðlagahátíðar stemming út um allan bæ Ljósmyndarar Sigló.is hafa tekið saman myndasyrpu viðburða Þjóðlagahátíðar miðvikudags og

Fréttir

MYNDASYRPA: Þjóðlagahátíðar stemming út um allan bæ

Þjóðbúningur og fiðla
Þjóðbúningur og fiðla

Ljósmyndarar Sigló.is hafa tekið saman myndasyrpu viðburða Þjóðlagahátíðar miðvikudags og fimmtudags.

Mikið líf er í bænum og hafa bæði heimamenn og gestir notið þessarar fjölbreyttu dagskráratriða sem í boði eru

Höfum við hlaupið á milli viðburða til að taka myndir og notið tónlistarinnar með þessum frábæru listamönnum sem troða upp víða í bænum.

Við komum svo með fleiri myndir enda af nægu af taka næstu daga á Þjóðlagahátíð.

(Opnunardaginn, dagskrá hér)

og í dag (fimmtudag, dagskrá hér)

Allt sem þú villt vita um þjóðlagahátíð 2015 finnst hér: http://www.folkmusik.is/

Góða skemmtun

Jósep Blöndal, Heddý og dóttir Jóseps, Sigurbjörg María við kontrabassan

Heddý (Þórhildur Pálsdóttir) syngur af innlifun

Áheyrendur dáleiddir í Bátahúsinu, hásetinn í bakgrunninum er hljóðmaður frá Sýrlandi

Lux illuxit ! Lofsöngur til dýrðar Ólafi helga

Sögumaðurinn Ívar Örn Sverrisson leiðir áheyrendur í gegnum söguna um Ólaf helga

Gústi Guðsmaður og Gunnsteinn Ólafsson nutu sýningarinnar saman 

Þessari sætu stelpu fannst skemmtilegra að skoða bátana en að sitja kjur og hlusta

Rósa Jóhannesdóttir og Helgi Zimsen kveða ásamt börnum sínum í Þjóðlagasetrinu

Svo fullt var á viðburðinum í Þjóðlagasetrinu að gestir urðu að guða á gluggann til að njóta kveðskararins

Texti: NB
Myndir: NB og Kristín Sigurjónsdóttir


Athugasemdir

21.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst