MYNDASYRPA Gott og Blandað

MYNDASYRPA Gott og Blandað Myndir frá öðrum og þriðja degi Þjóðlagahátíðar Í dag laugardag skartar fjörðurinn sínu fegursta, bongó blíða og fólk í góðu

Fréttir

MYNDASYRPA Gott og Blandað

Gránuspeglun
Gránuspeglun

Myndir frá öðrum og þriðja degi Þjóðlagahátíðar

Í dag laugardag skartar fjörðurinn sínu fegursta, bongó blíða og fólk í góðu skapi út um allan bæ.

Sigló er nafli alheimsins þessa stundina eða réttara sagt er þetta svona allt sumarið núorðið.

Það liggur skemmtiferðaskip við Hafnarbryggjuna, það er þjóðlagahátíð, Reitir eru á fullu með allskonar viðburði, meira að segja búnir að stela af okkur útvarpsstöðinni, hér er ættarmót suður á Hóli og tvö bekkjarmót, gestir komnir á Sigló hótel og fullt að túristum á ferðalagi.

Sendi ykkur sumarmyndir seinna í dag.

Ástar og baráttusöngvar í kirkjunni. Joao Alfonso

Undirleikarinn Filipe Raposo 

Áhorfendur í ganginum horfa í hurðargáttina á fallegan söng Þorgerðar Aðalsteinsdóttur  

Þorgerður Ásta Aðalsteinsdóttir söng norræn vísnalög

"Amerískur" Skoti og íslenskur undirleikari hans.  Jamie laval og Ásgeir Ásgeirsson spila Skoska þjóðlagamúsík. 

Skotabrandari í loftinu

Áhorfendur njóta sín í þessu dásamlega umhverfi. En hvaða draugur er þetta sem stendur þarna í bakgrunninum ?

Draugurinn heitir Thordenskjöld og er skipalíknesi sem hér áður fyrr var hengdur upp á hálsinum í Gamla Gránu húsinu og var það mikið manndómspróf fyrir ungmenni bæjarins að þora að fara þar inn og heilsa upp á karlinn.

Söngkvartettinn KVIKA

Hvað? Ertu að taka mynd af mér ?

Öyonn Groven syngur í Gránu

Já, þeir eru nokkuð harðir bekkirnir í Gránu, erfitt að hlusta þegar manni er illt í rassinum og bakinu. P.S: Má maður taka svona með sér í messu Séra Sigurður ?

Poul Höxbro spilar á ýmiskonar sérkennileg hljóðfæri

"Gamli maðurinn og mjölið" Snillingurinn Örlygur Kristfinnsson, maðurinn sem skapaði þetta frábæra umhverfi sem gestir Þjóðlagahátíðarinnar sitja í.

Söngfugl í rjáfrum Gránu, hann borgaði sig ekki inn.

Ingibjörg Ýr Skarphéðinsdóttir spilar á píanó í Þjóðlagasveitinni HLÖKK

Lilja María Ásmundsdóttir og Ragnheiður Erla Björnsdóttir eru hinn hluti þjóðlagasveitarinnar HLÖKK

"Í fótspor Moniku Zetterlund" spiluðu  yndisleg lög á Allanum (Flauta: Bolli Þórsson, bassi: Ólafur Steinarsson)

Áhorfendur njóta tónlistarinnar á Allanum

MONIKA Z túlkuð af mikilli innlifun (Guðlaug Þórsdóttir)

Runólfur ! Var ekki Gunnsteinn búinn að minna þig á að vinsamlega slökkva á gemsanum ?

Og auðvitað er þetta ekkert að gera sig án okkar yndislega duglegu sjálfboðaliða.

Myndir og Texti: NB
(Jón Ólafur Björgvinsson) 


Athugasemdir

23.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst