ÞJÓÐLAGAHÁTÍÐ hefst miðvikudag 1 júlí

ÞJÓÐLAGAHÁTÍÐ hefst miðvikudag 1 júlí Gunnsteinn Ólafsson listrænn stjórnandi Þjóðlagahátíðarinnar er mættur með fjölskyldu sína í litla sæta húsið hans

Fréttir

ÞJÓÐLAGAHÁTÍÐ hefst miðvikudag 1 júlí

Gunnsteinn Ólafsson mætur í bæinn
Gunnsteinn Ólafsson mætur í bæinn

Gunnsteinn Ólafsson listrænn stjórnandi Þjóðlagahátíðarinnar er mættur með fjölskyldu sína í litla sæta húsið hans við Eyrargötu sem í daglegu tali er nefnt "Hús Andana" 

Sigló.is náði stuttu spjalli við Gunnstein áður en hann og heill her af sjálfboðaliðum og lista fólki verða á harða hlaupum frá morgni til kvölds dagana 1. til 5. júlí.

Dagskrá hátíðarinnar er hægt að sjá hér sundurliðaða í dag fyrir dag: Þjóðlagahátíð 2015

Gunnsteinn er ákaflega stoltur yfir dagskrá hátíðarinnar og vonandi finna allir bæjarbúar og aðrir gestir eitthvað við sitt hæfi.

Hann vill einnig þakka  öllum stuðningsaðilum sem og öllum bæjarbúum fyrir þann velvilja sem þeir ætíð sýna með þátttöku sinni og innilegheitum við gesti og listamenn hátíðarinnar.

Góða skemmtun.

Dagskrá morgundagsins: 

Ráðhústorgið kl. 13.00-17.00

Gengið á fjall ofan við Siglufjörð.

Siglufjarðarkirkja kl. 20.00

Hin gömlu kynni gleymast ei

Heddý og félagar syngja og leika íslenskar dægurperlur frá 20. öld

Þórhildur „Heddý“ Pálsdóttir söngur

Sigurbjörg María Jósepsdóttir kontrabassi

Jósep Ó. Blöndal píanó

Hafþór Guðmundsson slagverk

Bátahúsið kl. 21.30

Lux Illuxit - Lofsöngur til dýrðar Ólafi helga

Helgisöngvar og norsk þjóðlög sem tengjast Ólafi helga Noregskonungi

Elisabeth Holmertz, söngur

Poul Höxbro flauta og trommur

Elisabeth Vatn orgel, sekkjapípur

Anders Röine harðangursfiðla og langeleik

Ívar Sverrisson sögumaður

Bræðsluverksmiðjan Grána kl. 23.00

Sagnir og söngvar frá Wales

Nath Trevett gítar og söngur

 Mynd og texti: NB


Athugasemdir

22.desember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst