Reitir gefa Bókasafni Fjallabyggðar veglega bókagjöf

Reitir gefa Bókasafni Fjallabyggðar veglega bókagjöf Í dag þriðjudaginn 23 júní komu verkefnastjórar Reita, þeir Arnar Ómarsson og Arnar Marteinsson í

Fréttir

Reitir gefa Bókasafni Fjallabyggðar veglega bókagjöf

Reitir gefa Bókasafni Fjallabyggðar  40 bækur
Reitir gefa Bókasafni Fjallabyggðar 40 bækur

Í dag þriðjudaginn 23 júní komu verkefnastjórar Reita, þeir Arnar Ómarsson og Arnar Marteinsson í heimsókn á Bókasafn Fjallabyggðar og afhentu Hrönn Hafþórsdóttur forstöðumanni safnsins um 40 stykki veglegar og vandaðar bækur um allt mögulegt sem varðar myndlist, arkitektúr, verkefnaþróun og margt fleira.

Þessar bækur kosta nokkur hundruð þúsund krónur og sögðu þeir félagar Arnar og Ari sem á morgun starta fjórða starfsári Reita að þeim fyndist það vera hið besta mál að allir bæjarbúar Fjallabyggðar hefðu aðgang af þessum fróðleik í stað þess að vera eingöngu notaðar við þau tilfelli sem Reitir starfa.

Hrönn forstöðumaður þakkaði fyrir þessa veglegu gjöf og lofaði að bækurnar færu þegar í stað upp í sérstaka hillu merkta Reitum og nefndi einnig hversu skemmtilegt verkefni Reitir eru þar sem eitt gefur að sér annað með því að blanda saman ólíku fólki með hin og þennan bakgrunn, menntun og starfsreynslu.

Hrönn minnti síðan alla viðstadda á að taka þátt í göngu til heiðurs Vigdísar Finnbogadóttur, öllum konum landsins sem og komandi kynslóðum kvenna núna á laugardaginn 27. júní. Safnast verður saman við Bókasafnið kl: 11.00.

Ari Marteinsson og Brák Jónsdóttir gátu ekki alveg slitið sig frá þessum frábæra bókahafi

Arnar og Ari vildu einnig minna alla bæjarbúa Fjallabyggðar á að þeir eru velkomnir í Alþýðuhúsið á morgun miðvikudag kl: 20.00 en þá fer fram opnunarhátíðin REITIR 2015.
Sjá dagskrá hér neðar eða heimsækja heimasíðu
Reita hér. 

Texti og myndir: NB
(Jón Björgvinsson) 


Athugasemdir

21.desember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst