Það er TRÖLL í garðinum hjá The Herring House!

Það er TRÖLL í garðinum hjá The Herring House! Þegar maður gengur um fjörðinn fagra þá er ekki mikið af sjáanlegum listaverkum utandyra, vissulega eru

Fréttir

Það er TRÖLL í garðinum hjá The Herring House!

Tröll í garði við Hlíðarveg 1
Tröll í garði við Hlíðarveg 1

Þegar maður gengur um fjörðinn fagra þá er ekki mikið af sjáanlegum listaverkum utandyra, vissulega eru spítukarlarnir sem sitja og spjalla saman við Hannes Boy eitt mest ljósmyndaða listaverk Norðurlands, laugardaginn 8 júlí var biðröð í að fá að  setjast á milli þeirra og fá mynd af sér og sínum. 

Sama dag var glæsilegt listaverk eftir sömu listakonuna (Aðalheiði S Eysteinsdóttur) sú hin sama sem skapaði spjallspítukarlana á Rauðku svæðinu afhjúpað í fallegu trjálundi við The Herring House sem stendur ofan við kirkjuna við Hlíðarveg 1 og það er meira á leiðinni.

Bráðlega koma fleiri listaverk út í garðinn sunnan við Alþýðuhúsið en þar hefur Aðalheiður sitt heimili og listastofu.  

Sjá upplýsingar hér: Alþýðuhúsið á Siglufirði, 5 ára afmælisfagnaður 14 - 16 júlí.

Formlegri afhjúpun verksins er lokið og eigendur The Herring House við Hlíðaveg 1 vilja undirstrika að:

"Við erum búin að fjarlægja prívat merkinguna við stíginn hjá kirkjugarðsveggum og er öllum velkomið að koma inn á lóðina til að njóta tröllsins.  Stígs og taka myndir af sér og sínum með honum. Bara virða það að við búum þarna og óskum eftir friði við húsið og smáhýsin (pottinn)."

En allir velkominr að tröllinu.

Ef þú gengur upp Kirkjustíginn þá finnurðu TRÖLL í fallegum trjálundi rétt fyrir norðan kirkjugarðsvegginn. Aðalheiður þekkir þennan leyniskóg og umhverfi því hún ólst upp í húsinu norðan við The Herring House.

 Erla og Þórir eigendur The Herring House og Aðalheiður listakona útskýra sögu listaverksins, en barnabarn eigenda gistiheimilisins hefur engan áhuga á  þeirri sögu og er alveg dolfallin yfir þessu Trölli sem var falið undir grænum segldúk nokkrum mínútum áður.

Bæjarstjórar og annað fólk sem við losnum ekki við!

 Þórir og Erla tóku vel á móti gestum og gangandi og buðu öllum upp á góðar kræsingar áður en listaverkið var afhjúpað. Þórir útskýrði að hann hefði á sínum tíma komið á Sigló sem bæjarstjóri og að hann og Erla hefðu hreinlega orðið ástfangin af þessum fallega firði. Þau ákváðu seinna að flytja hingað og þau eiga núna tvö hús hér í bæ. Þórir sagði einnig frá því að margir gestir þeirra hjóna spyrja oft: "hvar eru TRÖLLIN ?" og þá kom upp þessi hugmynd um að spyrja Aðalheiði hvort hún gæti hugsað sér að skapa Tröll.

Annar fyrrverandi bæjarstjóri og hans frú féllu líka killiflöt fyrir fegurð fjarðarins og mannlífinu hér á norðurhjara veraldar en það er Björn Valdimarsson sem núna er með dásamlega ljósmyndasýningu um "Fólkið á Sigló" í Saga Fotgrafica sem er ótrúlega skemmtilegt ljósmyndasögusafn niður á Vetrarbraut 17. 

Það hús endurreistu hjónin Baldvin og Inga sem komu hingað á Sigló vegna þess að systir Ingu var gift bæjarstjóra hér á sínum tíma. Þau féllu líka fyrir firðinum fagra og keyptu sér fyrst litla íbúð og seinna gamalt hús við Suðurgötuna sem þau gerðu upp og seinna vantaði Baldvin aðstöðu fyrir sitt stóra ljósmyndasögusafn og hann kaupir þá annað gamalt hús í algjörri niðurníðslu og er nú á dögunum að klára það verk. 

Allt þetta fólk sem og margir aðrir "aðfluttir" eru sannir Siglfirðingar enda hefur það aldrei verið skilyrði að vera fædd/ur í þessum firði eða reiknað í búsetuárum hvort maður megi kalla sig Siglfirðing eða ekki.

Tröllið felur sig í fallegum lundi og hann er svolítið var um sig samtímis sem hann horfir út á milli greinana og gáir til veðurs því hann sér alla leið út á Siglunes. 

Aðalheiður útskýrði fyrir gestum tilurð verksins og sagði að þetta hefur verið tveggja ára feri frá fyrstu hugmynd og að það hefði verið einstakt að fá að hanna verk akkúrat hér í þessum garði, hjá trjám sem hún hefur klifrað í sem barn. Tröll hefur hún ekki skapað áður og hún sagði að hún sæi þetta eins að kannski byggi þessi Tröllkarl upp í klettunum hér fyrir ofan og að hann væri kannski á leiðinni heim eftir stuttan túr niður á eyri, tekið sér smápásu, setst á þessi bretti til að hvíla sig og njóta nátturunnar. Aðalheiður sagði einnig að við öll sjáum andlit og tröll út um allt í náttúrinni og í skýjum og kannski hjálpi þetta tröll ferðamönnum að sjá þetta líka.

 "Nú eru hér tveir GOSAR" sagði þessi gestur þegar hann settist í fangið á tröllinu með Aðalheiði.

Ertu að safna félagsheimilum ?

Fyrir 6 árum hvísladi Aðalheiður að mér: "Leyndó, ég ætla að reyna að kaupa Alþýðuhúsið". Vá, svaraði ég og svo hrökk út úr mér "ertu að safna félagsheimilum ? Því hún á annað félagsheimili sem heitir Freyjulundur inní Eyjafirði og sumarið eftir var ég að hjálpa til við að mála Alþýðuhúsið að utan. 
Ég vissi þá þegar að með þessum kaupum á Alþýðuhúsinu myndi eitthvað stórkostlegt fara í gang.

Sjá stutt yfirlit yfir viðburði og annað tengt Aðalheiði og Alþýðuhúsinu síðustu fimm árinn.
Texti fengin að láni úr viðburðarauglýsingu: 5 ára afmælisfagnaður í Alþýðuhúsinu.

"Í desember 2011 keypti Aðalheiður S. Eysteinsdóttir Alþýðuhúsið á Siglufirði með það að markmiði að gera þar vinnustofu og leikvöll sköpunar af ýmsum toga. Hafist var handa við endurgerð hússins með hjálp vina og vandamanna, og var Alþýðuhúsið formlega tekið í notkun sem vinnustofa og heimili með menningarlegu ívafi 19. júlí 2012.

Síðan hafa 120 viðburðir verið settir upp í Alþýðuhúsinu á Siglufirði og 751 skapandi einstaklingar tekið þátt. Ekki eru til nákvæmar tölur um fjölda gesta sem sótt hafa viðburðina en þeir skipta þúsundum. Það er tími til að fagna og þakka öllu þessu frábæra fólki.

Aðalheiður hlaut Menningarverðlaun DV 2015 meðal annars fyrir starfið í Alþýðuhúsinu. Og Alþýðuhúsið valið af Eyrarrósinni 2017, eitt af þremur framúrskarandi menningarverkefnum á landsbyggðinni.

Í tilefni af árunum fimm verður efnt til þriggja daga menningarveislu með þéttri dagskrá alla dagana."

 Manneskjur og dýr dáðst að Tröllinu sem fellur skemmtilega vel inní umhverfið og með tímanum mun verkið veðrast og grána og falla enn betur að gráum lit á trjáberkinum í lundinum.

Marblettir og strengir eftir átök við TRÖLL!

Undirritaður fékk þann heiður að fá að vera burðardýr og þræll ásamt Arnari Ómarssyni syni Aðalheiðar á fallegum mánudegi, vikuna sem listaverkið var afhjúpað.

Fyrst þurfti að taka tröllið sundur og koma honum út úr Alþýðuhúsinu, það gekk nokkuð vel en það verður að viðurkennast að neðri hlutin sem er eitt stórt stykki er nokkuð þungur.

Það var dásamleg upplifun að fá að vera með og koma verkinu fyrir í trjálundinum og það var svo augljóst hvað Aðalheiður var búinn að hugsa mikið um hvar hann ætti að vera. Hvert hann væri að horfa og í hvaða stellingu hann á að sitja. 

Guði sé lof þá komu þarna Sölvasonur og Ásgeirsson á lítilli skurðgröfu og gróðu skurði fyrir ósýnilega sökla með álfanafni sem eru undirstöður fyrir þungar fætur tröllsins.

Það er svo sem ekkert skrítítið að fá marbletti og strengi eftir glýmu við  tröll sem vegur samanlagt hálft tonn en þegar það var búið að ganga frá öllu í kringum listaverkið var eins og að hann hefði alltaf setið þarna.......enda er verkið hannað fyrir akkúrat þennan stað.

Þegar allt var komið á sinn stað sér listakonan að það vantar eina augnabrún og smá bút á bakið og svo þarf að sækja viðavörn líka í Alþýðuhúsið.

Þegar allt er komið á réttan stað þá gerðist einhver galdur.......tröllið lifnar við.....fær líf eins og spítustrákurinn í sögunni um Gosa og ég var greinilega ekki einn um að fá þessa einkennulegu tilfinningu því í því augnabliki þegar dúkurinn var dreginn af verkinu þá heyrðist: Oooooo frá ca 80 manns sem var þarna í garðinum hjá Erlu og Þóri.

Þetta yndislega fallega ástfangna par settist í fangið á Tröllinu.

Hvað er hann að horfa á.........hvað er hann að hugsa og síðan kom einhver ótrúleg löngum hjá gestunum að setjast í fangið á tröllinu. Hann bíður manni faðminn rétt eins og fjöllin í firðinum sem  faðma alla sem þar eru.

Það skal tekið fram að Aðalheiður var góð við þrælana sína og gaf okkur að borða á Torginu og Þórir og Erla gáfu okkur orkudrykk og kaffi og góðgæti að verki loknu á pallinum í þessum yndislega fallega garði.

 Gestir í garðinum.

 Góðar veitingar voru í boði Erlu og Þóris. Ástarpungar, flatbrauð með hangikjöti, laxabrauð og fleira gott.

 Garðurinn og allt umhverfið hjá The Herring house er dásamlegt.

Myndir og texti:

Jón Ólafur Björgvinsson
(Nonni Björgvins)


Athugasemdir

21.desember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst