Orðnir frægir nú þegar! 3 fl KF-Dalvík í Gautaborg

Orðnir frægir nú þegar! 3 fl KF-Dalvík í Gautaborg 3 flokkur KF-Dalvík er í heimsókn hér í Gautaborg með 2 lið en þeir eru hér til að taka þátt í einu

Fréttir

Orðnir frægir nú þegar! 3 fl KF-Dalvík í Gautaborg

KF-Dalvík á Gothia Cup í Gautaborg
KF-Dalvík á Gothia Cup í Gautaborg

3 flokkur KF-Dalvík er í heimsókn hér í Gautaborg með 2 lið en þeir eru hér til að taka þátt í einu stæðsta unglinga knattspyrnumóti heimsins.
Gothia Cup er árlegur stórviðburður sem svo sannarlega setur svip sinn á borgina, hingað koma ca 40.000 strákar og stelpur í 1.700 liðum frá 70-80  löndum. Á einni viku eru spilaðir 4.425 leikir (2015) á 110 völlum og í fyrra voru gerð 19.445 mörk. (sjá meira um Gothia Cup neðst í greininni).
Strákarnir, farastjórar og foreldrar gista í skóla sem heitir Bjurslättsskolan og han er í göngufæri frá Bravida Arena sem er splúnku nýr og glæsilegur heimavöllur BK Häcken.  

Þar spilaði KF-Dalvík 2 sinn fyrsta leik í dag á móti Tromsö 2, þeir töpuðu vissulega 0-3 en börðust eins og hetjur allan leikinn og þrátt fyrir að missa mann útaf eftir víti undir leikslok voru þeir stoltir og ánægðir með leikinn, enda voru margir í norska liðinu bæði 1 og 2 árum eldri. Þetta var náttúrulega sakalegt ævintýrir fyrir strákana að fá að spila á þessum glæsilega velli og strax í leikslok kemur blaðamaður og ljósmyndari frá einu stæðsta dagblaði Svíþjóðar, Aftonbladet til að taka viðtal við Dalvíkinginn Viktor Mána Davíðsson.
(Sjá viðtalið við Viktor á heimasíðu Sportblaðsins hér: EM Framgång inspirerar islänningar. )

Eftir leikinn skelltu strákarnir sér í sund til þess að vera hreinir og fínír á setningarhátíð Gothia Cup sem fer fram í kvöld á Nya Ullevi sem er stæðsti leikvangur Skandinavíu.
KF-Dalvík 1 og 2 hafa verið valdir út sem fulltrúar Íslands og þeir munu fara uppá svið og fá 60.000 manns með sér í víkingaklappið fræga. Hér er stutt blaðagrein um hvernig víkingaklappið gekk: Den isländska Vulkanen är här för att stanna.

Á morgun spila þeir bara einn leik og þar á eftir ætla kapparnir að skella sér í tívolí í Líseberg.  

Hér koma nokkar myndir frá Bravida Arena í dag.

 KF-Dalvík 2 ásamt þjálfara og fararstjórum

Aftonbladet tekur viðtal við Viktor

Þjálfarinn fer í gegnum taktíkina fyrir leik

Hugleiðsla fyrir leik

Strákarnir börðust allan leikin og Sindri markvörður varði eins og bersekkur

Stuðningsmenn KF-Dalvík

Doktor Andrés og frú fylgjast með syni sínum.

Smá statístík um Gothia Cup

BK Häcken urður sænskir bikarmeistarar í ár.

Myndir og Texti:

Jón Ólafur Björgvinsson


Tengdar fréttir

Athugasemdir

21.desember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst